Fara í efni

Ályktun stjórnar FEBHN um framtíðar notkun á húsnæði Hvamms

Málsnúmer 202011058

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 79. fundur - 23.11.2020

Fjölskylduráði hefur til kynningar ályktun stjórnar Félag eldri borgara á Húsavík og nágrennis sem barst með tölvupósti dagsettum 14.nóvember 2020 en þar segir:

Stjórn FEBHN minnir á mikilvægi góðrar og metnaðarfyllra öldrunarþjónustu á svæðinu, sérstaklega í ljósi þess að á næstu árum verður mikil fjölgun í hópi 65 ára og eldri hjá þjóðinni. Því vill stjórnin fagna þeim áformum sem nú eru uppi um myndarlega uppbyggingu Hjúkrunarheimilis á lóðinni norðan-og austan við Hvamm.
Um ráðstöfun og nýtingu til frambúðar á núverandi húsnæði Hvamms, vill stjórnin óska eftir að við þá ákvörðunartöku fái rödd eldri borgara að heyrast.
Við teljum að Hvammur hafi verið byggður fyrir almannafé frá ríki og sveitarfélögum ásamt gjafafé almennra borgara, félagasamtaka og fyrirtækja með það að markmiði að búa öldruðum Þingeyingum ánægjulegt ævikvöld.
Stjórnin tekur undir það sem fram kemur í Húsnæðisáætlun Norðurþings 2019-2026, um Íbúðir fyrir aldraða, en þar segir: Endurbyggja eldri hluta Hvamms sem búseturéttaríbúðir í svipuðum dúr og nú eru reknar á vegum Dvalarheimilisins. Áætla má þar að allt að 10-14 íbúðir.
Er það ósk FEBHN að eftir þessari áætlun verði unnið og húsnæði Hvamms verði nýtt fyrir öldrunarþjónustu eins og alltaf var stefnt að.
Fjölskylduráð þakkar erindið. Ráðinu finnst eðlilegt að eldri borgarar fái rödd í þeirri umræðu sem fara mun fram varðandi framtíðarnýtingu húsnæðisins sem dvalarheimilið Hvammur er í í dag.