Fara í efni

Samkomulag um heimild til nýtingar jarðsjávar við Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202012111

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 348. fundur - 17.12.2020

Fyrir byggðarráði liggja drög að viðbót við grunnlóðasamning sveitarfélagsins við Rifós hf.vegna byggingarlóðar á Kópaskeri, þar sem Rifós hf. hyggst reisa laxeldisstöð í áföngum og, í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar og fyrirætlanir aðila, bora þar eftir volgum jarðsjó.
Garðar Garðarsson lögfræðingur og Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu í samræmi við fyrirliggjandi drög.