Fara í efni

Kynning á hugmyndum að uppbyggingu á Meiðavöllum

Málsnúmer 202101033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 86. fundur - 12.01.2021

Ágústa Ágústsdóttir kynnir hugmyndir sínar að uppbyggingu ferðaþjónustu á Meiðavöllum í Kelduhverfi með bréfi dags. 7. janúar 2021. Áður voru hugmyndir kynntar ráðinu í ágúst 2019 en hugmyndir landeiganda hafa þróast nokkuð síðan.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar vel unnar hugmyndir og sem reikna má með að verði horft til við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Á þessu stigi er horft til þess að ráðist verði í heildarendurskoðun aðalskipulagsins á næsta kjörtímabili sveitarstjórnar. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við Ágústu um mögulega tímalínu uppbyggingarinnar.