Fara í efni

Styrkir til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar

Málsnúmer 202101038

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 81. fundur - 11.01.2021

Rannís auglýsir styrkjamöguleika EES til samstarfsverkefna milli Íslands og Póllands á sviði menningarmála.
Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, leiklistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.
Fjölskylduráði finnst áhugavert að rækta menningarsamstarf á milli íslendinga og pólverja m.t.t. þess að fjöldi íbúa Norðurþings eru af pólskum uppruna.
Ráðið sér sér ekki fært að sækja um styrkina á þessu ári þar sem umsóknartíminn er naumur í ár. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að skoða umræddan sjóð m.t.t. að sækja um að ári ef aðstæður leyfa.