Fara í efni

Uppsetning Öryggisgirðingar í kringum Víðimóa 3

Málsnúmer 202101129

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 93. fundur - 30.03.2021

Að undangenginni verðkönnun og nokkurri yfirlegu með aðstoð starfsmanna Ríkiskaupa, lögmanna og verkfræðinga með það að markmiði að tryggt verði að unnið sé skv. reglum og viðmiðum um opinber innkaup með hliðsjón af fullri og ótakmarkaðri aðild Norðurþings að Rammasamningi Ríkiskaupa, hafa verið lögð fram drög að verkáætlun með aðkomu réttmætra aðila í tengslum við uppsetningu öryggisgirðingar í kringum lóð sorpmóttöku að Víðimóum 3 á Húsavík.
Fyrir liggja áætlanir í tengslum við framkvæmdina frá Trésmiðjunni Rein ehf og Vinnuvélum Eyþórs ehf er varða kaup og uppsetningu á öryggisgirðingu að Víðimóum 3.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til framkvæmdarinnar og þeirra áætlana sem lagðar hafa verið fyrir ráðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með atkvæðum Kristins, Nönnu og Silju.

Kristján Friðrik situr hjá.

Heiðar Hrafn situr hjá og óskar bókað;
Hér er á ferð verkefni sem krefst engrar sérþekkingar og ætti því ekki að falla undir kröfur um að iðnmeistari sinni því. Það er því ekkert áþreifanlegt sem kallar á það að semja við iðnmeistara sem er aðili að rammasamningi Ríkiskaupa. Undirritaður getur því ekki samþykkt að gengið verði til þeirra samninga sem hér um ræðir á þeim forsendum að viðkomandi fyrirtæki sé aðili að rammasamningi Ríkiskaupa.