Fara í efni

Gerð Víkurbrautar á Raufarhöfn að botnlangagötu.

Málsnúmer 202102031

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 89. fundur - 09.02.2021

Fyrir liggur erindi frá Kristjönu R. Sveinsdóttur f.h. Klifaeigna ehf á Raufarhöfn þar sem kallað er eftir úrbótum, m.a. í tengslum við gatnalýsingu, gatnamerkingar, snjómokstur o.fl. Hluti þeirra úrbóta er í farvegi og hægt verður að bregðast við öðru án aðkomu ráðsins, en þó er óskað eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þess að Víkurbraut á Raufarhöfn verði gerð að botngötu.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umsagnar hjá hverfisráði Raufarhafnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 90. fundur - 02.03.2021

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umsagnar hjá hverfisráði Raufarhafnar.

Fyrir liggur umsögn hverfisráðs Raufarhafnar varðandi tillögu frá rekstraraðila við Víkurbraut á Raufarhöfn, að gatan verði gerð að botngötu.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að loka götunni til samræmis við hugmyndir hagsmunaaðila. Þessi ákvörðun er í fullu samræmi við hverfisráð Raufarhafnar.