Fara í efni

Rauði krossinn sækir um afnot af húsnæðinu að Miðgarði 4 (Túni), skrifstofuhluta.

Málsnúmer 202102057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 89. fundur - 09.02.2021

Fyrir liggur ósk frá RKÞ um afnot af skrifstofuhluta húsnæðis Norðurþings að Miðgarði 4 (Tún). Lágmarks-leigufjárhæð sem eignasjóður þarf að innheimta til þess að standa undir kostnaði vegna reksturs skrifstofuhlutans í Túni er rétt um kr. 80.000 og því nokkuð hærri en sú leiga sem RKÞ leggur til. Ef gengið verður til samninga við RKÞ á því verði sem lagt er til af hálfu samtakanna, þarf að skýra með hvaða hætti hægt verður að tryggja hallalausan rekstur eignasjóðs.
Silja vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar ráðsins.