Fara í efni

Ósk um að skógræktarlandi verði haldið fjárlausu.

Málsnúmer 202102126

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 90. fundur - 02.03.2021

Fyrir liggur erindi frá Skógræktarfélagi Húsavíkur varðandi mögulegar leiðir til þess að halda landgræðsluskógum í bæjarlandi Húsavíkur fjárlausum. Leggur Skógræktarfélagið til breytingar á girðingarstæði í suðurjaðri friðlands Húsavíkur og felur tillagan að sögn í sér styttingu bæjargirðingar um 3,5 km og aukningu friðlands um 8,3 km2.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til tillögunnar og framkvæmdarinnar ef svo ber undir.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í tillögur um breytingu á girðingarstæði og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samtal við landeigendur um legu fyrirhugaðrar girðingar og leggja fyrir ráðið að nýju.