Fara í efni

Skógræktarfélag Húsavíkur óskar eftir fjárstuðningi.

Málsnúmer 202102127

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 90. fundur - 02.03.2021

Skógræktarfélag Húsavíkur óskar eftir fjárstuðningi frá sveitarfélaginu Norðurþingi að upphæð kr. 750.000 sem nýttur yrði til uppgræðslu/kolefnisbindingu (plöntun og grisjun), sem og til eflingar á starfsemi félagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 355. fundur - 04.03.2021

Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Húsavíkur um fjárstuðning að fjárhæð 750.000 krónur til uppgræðslu/kolefnisbindingar og til eflingar á starfsemi félagsins.
Erindið var tekið fyrir á 90. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og þar var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Skógræktarfélag Húsavíkur um 500.000 krónur.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður fagnar frumkvæði Skógræktarfélagsins enda mikilvægur málaflokkur og hefði viljað samþykkja erindið eins og það liggur fyrir.