Fara í efni

Ráðgjafakostnaður Norðurþings 2018, 2019 og 2020

Málsnúmer 202102142

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 354. fundur - 25.02.2021

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu;
Undirritaður óskar eftir að allur ráðgjafarkostnaður sveitarfélagsins fyrir árið 2020 verði tekinn saman og borinn saman við árin 2018 og 2019. Niðurstöður verði birtar á næsta fundi ráðsins.
Greinargerð:
Í þessu felst að taka saman allan kostnað vegna ráðgjafar og verkefni sem aðrir en starfsfólk sveitarfélagsins inna af hendi.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að taka saman gögnin.

Byggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021

Á 354. fundi byggðarráðs óskaði Hjálmar Bogi Hafliðason eftir yfirliti yfir allan ráðgjafarkostnað sveitarfélagisns fyrir árin 2018-2020.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að taka saman gögnin.

Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað fjármálastjóra þar sem farið er yfir ráðgjafakostnað sveitarfélagsins 2018-2020.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman lista yfir þá aðila sem sveitarfélagið hefur keypt ráðgjafakostnaðar af á árunum 2018-2020.

Byggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021

Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman lista yfir þá aðila sem sveitarfélagið hefur keypt ráðgjafakostnaðar af á árunum 2018-2020.
Lagt fram til kynningar.