Fara í efni

Hvatning til byggðarráðs til að sækjast eftir aukinni úthlutun á byggðarkvóta

Málsnúmer 202102149

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 355. fundur - 04.03.2021

Borist hefur erindi til byggðarráðs Norðurþings frá Hauki Eiðssyni þar sem kjörnir fulltrúar eru hvattir til að berjast fyrir bættum hag samfélagsins og tryggja aukna úthlutun kvóta á svæðinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa svar við erindinu og jafnframt að draga saman upplýsingar um þær aðgerðir sem sveitarfélagið hefur lagt til við yfirvöld í því skyni að auka byggðakvóta í Norðurþingi.
Sveitarstjóra er einnig falið að undirbúa erindi til sjávarútvegsráðherra sem byggir á ofangreindu.

Byggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021

Á 355. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Hauki Eiðssyni þar sem kjörnir fulltrúar voru hvattir til að berjast fyrir bættum hag samfélagsins og tryggja aukna úthlutun kvóta á svæðinu.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa svar við erindinu og jafnframt að draga saman upplýsingar um þær aðgerðir sem sveitarfélagið hefur lagt til við yfirvöld í því skyni að auka byggðakvóta í Norðurþingi.
Sveitarstjóra er einnig falið að undirbúa erindi til sjávarútvegsráðherra sem byggir á ofangreindu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og senda fyrirliggjandi bréf til sjávarútvegsráðherra með áorðnum breytingum.