Fara í efni

Endurnýjun slökkvibifreiðar/dælubíls

Málsnúmer 202103015

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 355. fundur - 04.03.2021

Hjálmar Bogi Hafliðason og Hafrún Olgeirsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að byggðarráð veiti Slökkviliði Norðurþings heimilid til að kanna möguleikann á kaupum á nýrri slökkvibifreið/dælubíl.
Greinargerð:
Í ársskýrslu liðsins er gerð grein fyrir tækjakosti og ljóst að bregðast þarf við. Kaup á slökkvibifreið tekur nokkur tíma og krefst undirbúnings. Ferlið getur tekið eitt til eitt og hálft ár. Núverandi dælubíll er tæplega 30 ára gamall og framleiðslu á slíkum bílum hætt.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.