Fara í efni

Verslun og þjónusta á Húsavík

Málsnúmer 202103055

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021

Hjálmar Bogi Hafliðason og Hafrún Olgeirsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að forsvarsmenn Húsasmiðjunnar annarsvegar og Samkaupa hf. hinsvegar verði boðaðir á fund byggðarráðs vegna framþróunar og uppgangs verslana sinna á Húsavík.
Greinargerð:
Húsasmiðjan hefur veigamiklu hlutverki að gegna á svæðinu en fyrirtækið hefur sagt upp leigu á núverandi húsnæði og mikilvægt að ræða framtíðarmöguleika fyrirtækisins.
Sömuleiðis er ljóst að matvöruverslun Samkaupa á Húsavík, Nettó er of lítil og mikilvægt að eiga samtal við eigendur hennar. Verslunin er mikilsráðandi og mikilvæg á svæðinu. Eins og segir á heimasíðu Samkaupa,
"Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi."
Virðingafyllst
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Húsasmiðjunnar og Samkaupa hf. á fund ráðsins.