Fara í efni

Vegagerðin óskar umsagnar Norðurþings um hvort framkvæmdaáform í Vesturdal rúmist innan gildandi framkvæmdaleyfis vegna Dettifossvegar

Málsnúmer 202103178

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 93. fundur - 30.03.2021

Vegagerðin óskar afstöðu Norðurþings til þess hvort gildandi framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdum við Dettifossveg nái yfir kynnt framkvæmdaáform við Vesturdalsveg eða hvort sveitarfélagið telji að þörf sé fyrir nýtt framkvæmdaleyfi. Meðfylgjandi fyrirspurn eru nýjar teikningar af framkvæmdinni. Einnig liggur fyrir bréf frá framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarðsverði í Jökulsárgljúfrum dags. 14. janúar s.l. þar sem segir m.a. "Vegagerðin hefur breytt veghönnun í samræmi við óskir svæðisráðs og er framkvæmdin eins og henni er nú lýst í hönnunargögnum í góðu samræmi við áherslur þjóðgarðsins. Þar að auki er tekið tillit til athugasemda SUNN upp að því marki sem raunhæft er. Vatnajökulsþjóðgarður samþykkir því áform Vegagerðarinnar og hvetur til þess að veitt verði öll tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni".
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar því að skapast hefur sátt milli þjóðgarðsyfirvalda og Vegagerðarinnar um frágang Vesturdalsvegar. Ráðið hefur kynnt sér breytta veghönnun sem fram kemur í nýjum gögnum og telur að framkvæmdin við Vesturdalsveg, eins og henni er lýst í uppfærðum hönnunargögnum, séu í samræmi við skilyrði framkvæmdaleyfis sem bæjarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 29. apríl 2014. Ráðið telur að fyrirhuguð framkvæmd rúmist innan gildandi framkvæmdaleyfis og að ekki sé tilefni til að óska eftir umsókn um nýtt framkvæmdaleyfi.