Fara í efni

Ósk um leyfi og styrk vegna málunar á "rauðum dregli"

Málsnúmer 202104004

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 358. fundur - 08.04.2021

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Silju Jóhannesdóttur stjórnarmeðlim í Húsavíkurstofu og Hinriki Wöhler forstöðumanni Húsavíkurstofu um leyfi til að setja upp "rauðan dregil" í miðbæ Húsavíkur í tengslum við Óskarsverðlaunaafhendinguna í lok apríl og Óskarstilnefningar lagsins Húsavík.
Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðkomu starfsmanna þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins að framkvæmd verkefnisins.
Byggðarráð tekur jákvætt í skemmtilegt erindi og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi bókun:
Aðfararnótt mánudagsins 26. apríl næstkomandi kemur Óskarinn hugsanlega heim til Húsavíkur. Því má gera ráð fyrir að margir bæjarbúar verji spenntir þeirri nótt við áhorf. Það er lag að fyrirtæki og stofnanir veiti því ákveðinn slaka að morgni þessa dags þannig að bærinn vakni aðeins seinna inn í tilveruna þennan daginn.
Benóný, Hafrún, Helena, Kristján og Kolbrún Ada taka undir bókunina.