Fara í efni

Frístundamál Orkan / Skammtímavist

Málsnúmer 202104126

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 89. fundur - 26.04.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar málefni frístundarstarfs og skammtímavistar fyrir börn á aldrinum 10-16 ára með sértækar stuðningsþarfir í Orkunni.
Fjölskylduráð fjallaði um málefni frístundarstarfs og skammtímavistar fyrir börn á aldrinum 10-16 ára með sértækar stuðningsþarfir í Orkunni. Ráðið mun fjalla um málið á næsta fundi ráðsins.

Fjölskylduráð - 91. fundur - 10.05.2021

Mikil aukning er í aðsókn frístundar Orkunnar ( börn 10-16 ára með sértækar stuðningsþarfir). Félagsþjónustan lýsir mikilli ánægju með hve aðsóknin er góð. Nú er svo komið að í sumar eru 20-30 börn sem óska eftir því að vera í frístund Orkunnar. Húsnæðið er því ekki nógu stórt svo að unnt sé að starfrækja starfsemina með viðunandi hætti. Því þarf að taka ákvörðun um hvernig leysa má úr þvi. Fyrir fjölskylduráði liggur að finna lausnir á þessum vanda sem einnig mun vera til staðar næsta haust.
Fjölskylduráð samþykkir að frístund fyrir börn 10-16 ára með sértækar stuðningsþarfir verði á tveimur stöðum þetta sumarið. Annars vegar í húsi Orkuveitunnar (Orkunni) og hins vegar í Sólbrekku 28, n.h.