Fara í efni

Fjármögnun fráveituverkefna OH

Málsnúmer 202105097

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 221. fundur - 20.05.2021

Í ljósi reglugerða um að rekstri grunnstarfsemi OH sem snýr að vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu sé haldið aðskildum í bókhaldi félagsins, hefur verið kallað eftir áliti endurskoðanda Orkuveitu Húsavíkur ohf. og lögmanna varðandi fyrirhugaða fjármögnun verkefna félagsins sem tengjast þeim hluta kjarnastarfseminnar sem snýr að nýframkvæmdum, viðhaldi og endurnýjun fráveituinnviða.
Óskað er álits stjórnar félagsins á fjármögnunarleiðum í tengslum við fráveituframkvæmdir.
Framkvæmdastjóra falið að skoða formlegar leiðir aðrar en lántökur til þess að halda utan um uppbyggingu og rekstur fráveitukerfa OH.