Fara í efni

Styrkumsóknir vegna fráveituverkefna 2020-2030

Málsnúmer 202105098

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 221. fundur - 20.05.2021

Nýlega hefur verið opnað fyrir styrkveitingar af hálfu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna fráveituverkefna sveitarfélaga. Verkefnið felur í sér að á árunum 2020-2030 verði veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja fráveituframkvæmdir á vegum sveitarfélaga til þess að hægt verði að uppfylla lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna, lög um stjórn vatnamála og reglugerð um fráveitur og skólp.
Orkuveita Húsavíkur ohf hefur skilað inn umsókn um styrk vegna fráveituframkvæmda við Ásgarðsveg sem mikilvægt er að fylgt verði eftir. Fyrirliggjandi eru fjölmörg og kostnaðarsöm fráveituverkefni innan Norðurþings sem bíða framkvæmda svo hægt verði að uppfylla íþyngjandi kvaðir reglugerða í tengslum við hreinsun og losun fráveituvatns í viðtaka. Því er mikilvægt að leitað verði eftir aðkomu ríkisins til fjármögnunar þeirra verkefna eins og kostur er í gegnum áðurnefnt styrkjakerfi.
Lagt fram til kynningar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 222. fundur - 27.07.2021

Fyrir liggur samþykki umsóknar um styrk sem sótt hefur verið um til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna fráveituframkvæmda á árunum 2020 og 2021. Opið verður fyrir umsóknir um slíka styrki árlega til ársins 2030 og því mikilvægt að sótt verði í þennan sjóð á því tímabili vegna fyrirliggjandi fráveituverkefna OH.
Lagt fram til kynningar.