Fara í efni

Samningur vegna verkefna hjá Rannsóknarstöðinni Rifi

Málsnúmer 202106095

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 365. fundur - 24.06.2021

Fyrir byggðarráði liggur undirritaður samningur Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Norðurþings og Náttúrustofu Norðausturlands vegna verkefna hjá Rannsóknarstöðinni Rifi. Samningurinn er til fimm ára og er framlag Norðurþings 3 milljónir á ári yfir samningstímann.
Byggðarráð fagnar því að samningar hafi tekist um fjármögnun grunnrekstrar Rannsóknastöðvarinnar Rifs til fimm ára. Með samningnum verður nýjum forstöðumanni og öðrum sem að rekstrinum koma gert kleift að einbeita sér að því að efla Rif enn frekar meðal annars með þátttöku í fleiri alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og móttöku vísindamanna og námsmanna sem sækja Raufarhöfn heim til að sinna rannsóknum.