Fara í efni

Umræða um atvinnumál og stöðu mála við atvinnustefnu sveitarfélagsins

Málsnúmer 202108081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 371. fundur - 09.09.2021

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir að atvinnumál verði tekin til umræðu sem og staða mála við atvinnustefnu sveitarfélagsins.

Er þess óskað að farið verði yfir stöðum mála hjá Eim. Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkunar, Norðurorku og SSNE. Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi. Ætlunin með samstarfinu er meðal annars að byggja upp atvinnulíf og auka verðmætasköpun á svæðinu, með sérstakri áherslu á sjálfbærni, grænar lausnir, nýsköpun og hátækni.


Jafnframt er þess óskað að gerð verði grein fyrir þeim aðilum sem áhuga hafa á iðnaðarsvæðinu á Bakka og hvar þeir aðilar eru staddir í sinni ákvörðunartöku.
Lagt fram til kynningar.