Fara í efni

Jóla- og páskaleyfi leikskólabarna - Niðurfelling á leikskólagjöldum

Málsnúmer 202111067

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 105. fundur - 15.11.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hvort sveitarfélagið skuli á hverju ári bjóða foreldrum/forráðamönnum afslátt af vistunar- og fæðisgjöldum í dymbilviku páska og daganna 23. og 27.-30. desember, beri þeir upp á virkan dag, velji þeir að nýta ekki leikskólavistun þá daga. Væri það liður í því að gefa barnafjölskyldum sem og starfsmönnum og fjölskyldum þeirra tækfæri til aukinnar samveru yfir hátíðirnar.
Sveitarfélagið hefur sl. tvö ár boðið slíkan afslátt en fjölskylduráð hefur tekið slíka ákvörðun í hvert skipti fyrir sig.
Fjölskylduráð samþykkir að veita foreldrum/forráðamönnum þeirra barna sem verða í fríi í dymbilviku og/eða í kringum jólin, afslátt á leikskólagjöldum sem því nemur. Ráðið felur fræðslufulltrúa að útfæra fyrirkomulag í samráði við leikskólastjórnendur og kynna fyrir foreldrum/forráðamönnum.