Fara í efni

Grisjun og snyrting á skógræktarreitnum í Skálabrekku

Málsnúmer 202111159

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 114. fundur - 30.11.2021

Erindi barst frá Skógræktarfélagi Húsavíkur og er til afgreiðslu ráðsins.

"Fyrir hönd Skógræktarfélags Húsavíkur bjóðumst við til, í samráði umhverfisstjóra, að taka að okkur grisjun og snyrtingu á skógræktarreitnum í Skálabrekku. Til verksins hugsum við okkur að fá vana grisjunarmenn. Skógræktarfélagið mun standa straum af kostnaði við vinnu verktaka og jafnframt hefur verið gert samkomulag við PCC um kaup á grisjunarviðnum sem mun standa undir hluta kostnaðar við verkefnið. Áætlað er framkvæma grisjunina á næstu vikum.

Fyrir hönd Skógræktarfélags Húsavíkur

Árni Sigurbjarnarson"
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Skógræktarfélaginu fyrir frumkvæðið. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samráð við Skógræktarfélag Húsavíkur um grisjun í skógræktarreit í Skálabrekku. Ráðið veitir Skógræktarfélaginu heimild til að selja grisjunarvið til að koma til móts við kostnað.