Fara í efni

Umsókn um leyfi fyrir uppsetningu mælitækja við Raufarhöfn

Málsnúmer 202201044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 117. fundur - 01.02.2022

Pedro Rodrigues, f.h. Rannsóknarstöðvarinnar Rifs, óskar eftir leyfi til að setja upp svifryksmælingabúnað á ásunum vestan Raufarhafnar. Búnaði er að mestu komið fyrir í litlum gámi á staðnum en lítilsháttar búnaður er utan gámsins. Með erindi fylgir afstöðumynd og ljósmyndir af samsvarandi búnaði. Á þessu stigi er miðað við að mælingar standi frá maí 2022 til apríl 2023 en væntingar eru til að verkefnið verði framlengt.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á uppsetningu mælibúnaðarins og heimild til að hann standi þar fram í maí 2023.