Fara í efni

Varðandi byggingarreit norðan við fasteignina Hafnarstétt 1

Málsnúmer 202201104

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 117. fundur - 01.02.2022

Hvalasafnið á Húsavík óskar eftir því að byggingarreitur á Hafnarstétt 1 verði settur inn í deiliskipulag miðhafnarsvæðis Húsavíkurhafnar til samræmis við áður gildandi deiliskipulag. Með erindi fylgdu teikningar af hugmyndum að breyttu skipulagi flóttaleiða úr húsinu sem m.a. gera ráð fyrir stigahúsi norðanvert á húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að bæta við byggingarreit norðan við Hafnarstétt 1 við uppfærslu deiliskipulags Miðhafnarsvæðis. Ráðið tekur einnig jákvætt í hugmyndir að endurskoðun flóttaleiða.