Fara í efni

Tillaga að skoðun sameiningar skólastjórnar Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla á Húsavík

Málsnúmer 202202039

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 110. fundur - 07.02.2022

Arna Ýr Arnarsdóttir, Bylgja Steingrímsdóttir og Eiður Pétursson leggja til að kanna möguleika á sameiningu skólastjórnar Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla á Húsavík.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að kanna mögulega kosti sameiningar.
Fylgiskjöl:

Fjölskylduráð - 111. fundur - 17.02.2022

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um tillögu Örnu Ýr Arnarsdóttur, Bylgju
Steingrímsdóttur og Eiðs Péturssonar um að kanna möguleika á sameiningu skólastjórnar
Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla á Húsavík.
Farið hefur verið yfir mögulega kosti þess að sameina skólastjórnun yfir Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla, ekki verður farið í sameiningu að svo stöddu. Í kjölfar þessarar tillögu telur fjölskylduráð ástæðu til að endurskoða reglugerðir, stefnur, samþykktir og hlutverk Tónlistarskóla Húsavíkur og felur fræðslufulltrúa að fara í þá vinnu þar sem áhersla verður lögð á aukið samstarf við leik- grunn- og framhaldsskóla.
Fylgiskjöl: