Fara í efni

Gæði raforku á Húsavíkurflugvelli

Málsnúmer 202202084

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 388. fundur - 24.02.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Öryggisnefnd FÍA. Erindið snýr að gæðum og stöðugleika raforku, vandamál sem þarf að leysa eins fljótt og verða má. Það er með öllu óviðunandi að afhent raforka á áætlunarflugvelli sé ekki af eðlilegum gæðum.


Byggðarráð tekur undir áhyggjur Öryggisnefndar FÍA og krefst viðeigandi úrbóta eins hratt og mögulegt er. Sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.