Fara í efni

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku úr námu við Sléttuveg

Málsnúmer 202202109

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 120. fundur - 01.03.2022

Vegagerðin óskar leyfis til að taka 5.000 m3 af malarefni úr efnistökusvæði E20 í landi Rifs á Melrakkasléttu. Ætlunin er að vinna efni í malarslitlag. Fram kemur í erindi að náman sé að hluta opin og að gengið verði frá námunni í verklok í fullu samráði við landeiganda. Þess er óskað að heimild til efnistökunnar gildi frá 1. maí 2022 til 30. júní 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni, enda er hún í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.