Fara í efni

Hönnun skólalóðar við Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202204029

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 116. fundur - 11.04.2022

Starfshópur um leikvelli á Húsavík leggur til að farið verði í heildstæða hönnun á skólalóð við Borgarhólsskóla á árinu 2022.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í heildstæða hönnun á lóð Borgarhólsskóla á árinu 2022, í tengslum við staðsetningu frístundarhúss, með það fyrir augum að hefja uppbyggingu árið 2023.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 126. fundur - 10.05.2022

Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í heildstæða hönnun á lóð Borgarhólsskóla á árinu 2022, í tengslum við staðsetningu frístundarhúss, með það fyrir augum að hefja uppbyggingu árið 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja vinnu við heildstæða hönnun á lóð Borgarhólsskóla í samræmi við þá deiliskipulagsvinnu sem framundan er.