Fara í efni

Samstarfsverkefnið Eimur

Málsnúmer 202204066

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 230. fundur - 20.04.2022

Bergur Elías óskar eftir að málið sé tekið fyrir á stjórnarfundi Orkuveitu Húsavíkur.
Orkuveita Húsavíkur hefur um þó nokkur ár verið aðili að framangreindum samstarfsvettvangi. Á heimasíðu félagsins er gert grein fyrir markmiðum þess, þar sem fram kemur að Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi. Ætlunin með samstarfinu er meðal annars að byggja upp atvinnulíf og auka verðmætasköpun á svæðinu, með sérstakri áherslu á sjálfbærni, grænar lausnir, nýsköpun og hátækni. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og eru þar þrír starfsmenn með aðsetur.
Þess er óskað eftirfarandi verði lagt fyrir stjórnarfund Orkuveitu Húsavíkur ohf.
a. Yfirlit yfir alla þá fjármuni sem OH hefur lagt í verkefnið frá upphafi, sundurliðað niður á hvert ár fyrir sig.
b. Allar fundargerðir stjórnar verði lagðar fyrir fundinn frá upphafi.
c. Skriflegar og hnitmiðaðar upplýsingar um öll þau verkefni sem félagið Eimur hefur unnið að á starfssvæði Orkuveitu Húsavíkur, samstarfsaðilar, verkefnahugmynd og staða þeirra verkefna í dag
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur óskar eftir að framkvæmdarstjóri Eims komi og fari yfir fyrirspurnir Bergs Elíasar Ágústsonar sem óskað var eftir fyrir tæpum mánuði.

Stjórn er sammála um að tilnefna Rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur, Benedikt Þór Jakobsson sem fulltrúa félagsins í stjórn Eims á næsta aðalfundi.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 250. fundur - 09.01.2024

Framkvæmdastjóri Eims, Ottó Elíasson kynnir starfsáætlun og áherslur til næstu fjögurra ára ásamt samstarfsverkefni með Orkuveitu Húsavíkur ohf. til samþykktar. Einnig liggur fyrir að tilnefna varamann í stjórn Eims, verkefnastjóra og að hvort greiða eigi fyrir stjórnarsetu hjá Eim.
Ottó Elíasson hélt góða kynningu. Orkuveita Húsavíkur samþykkir að taka þátt í samstarfsverkefni um bætta nýtingu varma á svæðinu. Rekstrarstjóri er tilnefndur í verkefnastjórn Eims fyrir hönd Orkuveitu Húsavíkur. Sigurgeir Höskuldsson er tilnefndur sem varamaður í stjórn Eims. Afstaða stjórnar OH er að fyrir stjórnarsetu í Eim sé ekki greitt nema fundarhöld séu fyrir utan hefðbundins vinnutíma.