Fara í efni

Lóðarstofnun í kringum íbúðarhúsið á Leifsstöðum

Málsnúmer 202204092

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022

Stefán L. Rögnvaldsson óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar umhverfis íbúðarhúsið að Leifsstöðum. Ný lóð fái heitið Leifsstaðir 2. Meðfylgjandi erindi er hnitsett afstöðumynd 2,81 ha lóðar unnin af Maríu Svanþrúði Jónsdóttur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með þeirri afmörkun sem lögð er til á lóðarblaði. Einnig verði nafn lóðarinnar, Leifsstaðir 2, samþykkt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 123. fundur - 31.05.2022

Á 125. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með þeirri afmörkun sem lögð er til á lóðarblaði. Einnig verði nafn lóðarinnar, Leifsstaðir 2, samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.