Fara í efni

Fjarvinnslustöðvar á Raufarhöfn og á Bakkafirði

Málsnúmer 202205008

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Fyrir byggðarráði liggur áætlaður kostnaður Norðurþings vegna aðstöðu vegna neðangreinds starfs sem staðsett verður á Raufarhöfn. Áætlaður einskiptis kostnaður er 580 þ.kr auk þess að skaffa aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins að Aðalbraut 23.

"Skráning sóknarmannatala. Þjóðskjalasafn Íslands hlýtur styrk að fjárhæð kr. 16.504.000,- fyrir árin 2022-2023. Ráða á í tvö störf á Bakkafirði og Raufarhöfn. Koma á opinberum gögnum á stafrænt form og gera þau aðgengileg fyrir almenning. Um er að ræða innslátt sóknarmanntala sem varðveitt eru í frumritum í Þjóðskjalasafni í leitarbæran gagnagrunn. Sóknarmanntölin eru frumheimildir um líf og störf Íslendinga frá 18.-20. öld."

Byggðarráð fagnar því að verkefni sem þetta sé staðsett á Raufarhöfn og jafnframt stuðlar það að því að jafna tækifæri til atvinnu í dreifðari byggðum svæðisins.

Byggðarráð samþykkir að veita allt að 580.000 kr í verkefnið vegna búnaðar, auk þess að leggja til aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins að Aðalbraut 23.