Fara í efni

Samningur um hýsingu og rekstur til 30.6.2023.

Málsnúmer 202205010

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi við Advania h.f. um þjónustu vegna hýsingar og rekstrar. Samningurinn er til 12 mánaða og tekur hann við af bindandi samningi sem gildir út júní 2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

Byggðarráð Norðurþings - 424. fundur - 23.03.2023

Á fund byggðarráðs mætti fulltrúi frá Advania og fór yfir samninga við Norðurþing vegna hýsingar og reksturs á kerfum sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Jónasi Sigurþóri Sigfússyni frá Advania fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu.