Fara í efni

Ósk um umsögn um tækifærileyfis vegna sjómannadags dansleikjar í Félagsheimilinu Hnitbjörg

Málsnúmer 202205076

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 397. fundur - 25.05.2022

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Staðsetning skemmtanahalds: Félagsheimilið Hnitbjörg, Aðalbraut 27, 675 Raufarhöfn.
Tilefni skemmtanahalds: Sjómannadags dansleikur.
Áætlaður gestafjöldi: 150. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 11. júní 2022 frá kl. 23:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 12. júní 2022.
Helstu dagskráratriði: Dansleikur í tilefni sjómannadags.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.