Fara í efni

Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga

Málsnúmer 202206044

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 125. fundur - 18.08.2022

Borist hefur ályktun frá stjórn Félags atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023.
Til máls tóku: Helena, Áki, Hafrún og Soffía.


Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs frá fundi ráðsins 23.6.2022 þar sem fjallað var um málið undir lið nr. 6. Byggðarráð bókaði eftirfarandi:

Byggðarráð þakkar áskorunina og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. Frá árinu 2019 hefur álagningarprósenta fasteignaskatts í Norðurþingi á atvinnuhúsnæði verið lækkuð úr 1,65% í 1,55%.