Fara í efni

Kynjahlutföll í nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202206056

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 124. fundur - 16.06.2022

Aldey Unnar Traustadóttir óskar eftir því að ræða kynjahlutfjöll í nefndum sveitarfélagsins. Í erindi með ósk hennar segir: "Sveitarfélög gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í öllu sem viðkemur jafnrétti kynja, þetta er stjórnsýslustigið sem stendur næst fólki og hefur mest áhrif á daglegt líf þeirra. Sveitarfélög bera ábyrgð og þurfa að sýna fordæmi. Það þarf að hafa kynja- og jafnréttissjónarmið til hliðsjónar í öllum ákvarðanatökum og það er mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar hafi þekkingu á jafnréttismálum og séu meðvituð um að þeim sé sinnt.

Í fjölskylduráði eru eingöngu konur aðalmenn og í hafnarnefnd eru eingöngu karlar aðalmenn. Þetta stangast á við 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna."
Til máls tóku: Aldey, Soffía, Áki, Ingibjörg, Hafrún, Helena og Eiður.

Lagt fram.