Fara í efni

Ósk um samning um framkvæmd og umsjón menningar og hrútadaga á Raufarhöfn

Málsnúmer 202208019

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 124. fundur - 23.08.2022

Nanna Steina, fyrir hönd menningarnefndar á Raufarhöfn, óskar eftir samtali við Norðurþing vegna framkvæmdar og umsjónar menningar- og hrútadaga á Raufarhöfn.
Ingibjörg Hanna vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Menningar- og hrútadaga um 250.000 kr. líkt og fyrri ár. Ráðið vísar erindinu til byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs með tilliti til aðstoðar starfsmanna Norðurþings við hátíðina. Fjölskylduráð óskar eftir því að fulltrúar úr Menningarnefnd komi til fundar ráðsins til að ræða framtíð bæjarhátíða.