Fara í efni

Starfsemi Sumarfrístundar 2022

Málsnúmer 202208067

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 124. fundur - 23.08.2022

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá foreldrum barna í 2.bekk sem sóttu Sumarfrístund á Húsavík. Erindi foreldranna er um starfsemi og skipulag Sumarfrístundar.
Halldór Jón vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir erindið og þær ábendingar sem þar koma fram.
Ráðið fór yfir erindið með íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Frístundar. Framundan er að vinna starfsskýrslu um starfssemi Sumarfrístundar sumarið 2022. Vilji og metnaður er fyrir því að bjóða uppá fjölbreytt og áhugavert starf þar sem öryggi og velferð barna verði höfð að leiðarljósi.