Fara í efni

Ósk um stuðning við nýtt björgunarskip

Málsnúmer 202209073

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 409. fundur - 11.10.2022

Björgunarbátasjóður Norðurlands sendi Norðurþingi erindi um ósk um stuðning við kaup á nýju björgunarskipi. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð, en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri og það mun því tryggja öryggi og sinna sæfarendum á svæði sveitarfélags ykkar.
Í ljósi þess að það stendur til að styrkja Björgunarsveitina Garðar vegna endurnýjunar á björgunarbát sveitarinnar, sér sveitarfélagið sér ekki fært um að verða við beiðni Björgunarbátasjóðs Norðurlands á árinu 2022. Hins vegar útilokar það ekki aðra niðurstöðu þegar kemur að því að skoða kaup á nýjum bát á Raufarhöfn eins og vonir standa til.