Fara í efni

Erindi til sveitarstjórnar varðandi stuðning við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202210032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 409. fundur - 11.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands sem snýr að stuðningi við Flugklasann Air66N.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka málið upp á samstarfsvettvangi sveitarfélaga innan SSNE.

Byggðarráð Norðurþings - 412. fundur - 10.11.2022

Á fundi byggðarráðs 11. okt. var tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands sem snýr að stuðningi við Flugklasann Air66N. Byggðarráð fól sveitarstjóra að taka málið upp á samstarfsvettvangi sveitarfélaga innan SSNE.

Aðildarsveitarfélögin hafa flest lýst vilja sínum til að halda áfram stuðningi við flugklasann eitt ár enn, þ.e. 2023, sem yrði þá síðasta árið nema að undangenginni frekari skoðun.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Flugklasann Air66N eitt ár enn, þ.e. 2023, sem yrði þá síðasta árið nema að undangenginni frekari skoðun. Áætluð upphæð er 912.300 kr. miðað við núverandi viðmið um íbúafjölda.