Fara í efni

Marta Florczyk óskar eftir samstarfi við Norðurþing vegna listaverkefnis

Málsnúmer 202210072

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 132. fundur - 01.11.2022

Marta Florczyk, listamaður Norðurþings 2022, óskar eftir samstarfi og stuðningi Norðurþings vegna listaverkefnis. Annars vegar óskar hún eftir því að fá fjárstuðning til að halda listasmiðjur á þremur tungumálum fyrir vinnuskólann, Miðjuna, Frístund, skammtímadvöl o.fl. Hins vegar óskar hún eftir því að fá að nota Kvíabekk undir þetta verkefni.
Fjölskylduráð þakkar Mörtu fyrir erindið. Ráðið synjar beiðni um frekari fjárstuðning þar sem hún hefur þegar fengið úthlutaðan styrk sem listamaður Norðurþings 2022. Ráðið tekur jákvætt í hugmyndir Mörtu um samvinnu við stofnanir Norðurþings.
Ráðið óskar eftir frekari útfærslu á beiðni um notkun á Kvíabekk og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.