Fara í efni

Umsókn í lista- og menningarsjóð Norðurþings

Málsnúmer 202210116

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 133. fundur - 08.11.2022

Húsavíkurstofa og Húsavíkurkirkja sækja um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 40.000 kr. vegna tónlistarflutnings í Húsavíkurkirkju sem verður hluti af hátíðinni Jólabærinn minn
Fjölskylduráð samþykkir að veita Húsavíkurstofu og Húsavíkurkirkju styrk að upphæð 40.000 kr.

Fjölskylduráð - 133. fundur - 08.11.2022

Húsavíkurstofa sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna uppbyggingar á tímabundnu skautasvelli á malabílastæði milli Garðarshólma og Víkurrafs.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Húsavíkurstofu styrk að upphæð 100.000 kr. vegna uppbyggingar á tímabundnu skautasvelli á malabílastæði milli Garðarshólma og Víkurrafs.

Fjölskylduráð - 133. fundur - 08.11.2022

Húsavíkurstofa og Félag eldri borgara á Húsavík sækja um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 100.000 kr. til að byggja samanbrjótanlega útibása fyrir bæjarhátíðir og markaði. Verkefnið er unnið í tengslum við markað á aðventuhátíðinni Jólabærinn minn, en básarnir verða gefnir Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Húsavíkurstofu og Félagi eldri borgara styrk að upphæð 100.000 kr. til að byggja samanbrjótanlega útibása fyrir bæjarhátíðir og markaði.