Fara í efni

Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202210121

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 133. fundur - 08.11.2022

Klaudia Migdal sækir um styrk að upphæð 120.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna vegna Fjölmenningar- og jógahelgi á Húsavík í desember. Þar ætlar hún að bjóða upp á jóga- og hugleiðslutíma fyrir konur af erlendum uppruna og krakkajóga og sögustund fyrir pólskumælandi börn.
Fjölskylduráð hafnar umsókninni á þeim forsendum að ráðið styrkti sambærilega viðburði frá sama umsækjanda fyrr á árinu.

Ráðið býður afnot af húsnæði bókasafnsins á Húsavík endurgjaldslaust vegna krakkajóga og sögustundar.