Fara í efni

Nýtt gólf og stúka í Íþróttahöll á Húsavík

Málsnúmer 202211026

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 133. fundur - 08.11.2022

Undirritaðar leggja til að við gerð þriggja ára áætlunar verði gert ráð fyrir fjármagni í endurnýjun á gólfi og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Virðingsfyllst Ingibjörg Benediktsdóttir fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fyrir hönd M lista og Rebekka Ásgeirsdóttir fyrir hönd S lista.
Fjölskylduráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 139. fundur - 15.11.2022

Á 133 fundi Fjölskylduráðs var samþykkt að eftirfarandi tillögu yrði vísað til Skipulags- og framkvæmdaráðs: Undirritaðar leggja til að við gerð þriggja ára áætlunar verði gert ráð fyrir fjármagni í endurnýjun á gólfi og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Virðingsfyllst Ingibjörg Benediktsdóttir fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fyrir hönd M lista og Rebekka Ásgeirsdóttir fyrir hönd S lista.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og horfir til þess að setja fjármagn í framkvæmdina á næstu þremur árum. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita eftir lausnum við framkvæmdina í samráði við fjölskylduráð.