Fara í efni

Fyrirspurn Völsungs vegna viðbyggingar við íþróttahöll á Húsavík

Málsnúmer 202302011

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 142. fundur - 21.02.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Völsungi. Erindið varðar umsögn félagsins við viðbyggingu íþróttahallarinnar á Húsavík. Óskað er eftir svörum við spurningum sem fram koma í bréfinu:

- Erum við að rýra möguleika til frekari viðbygginga/stækkunar við íþróttahöllina og er þá verið að meina í íþróttalegum tilgangi?
- Hver er framtíðarsýn varðandi uppbyggingu hallarinnnar, hvaða möguleika höfum við í framtíðinni þegar fyrirhuguð viðbygging er komin?
- Er trygging að Græna torg verði íþróttafélagsins til framtíðar en verði ekki nýtt að nýju seinna meir þegar vantar aukið pláss fyrir eitthvað annað en tengist íþróttastarfi, s.s frístund og félagsmiðstöð?
- Hvað er hugsað á neðri hæð nýrrar viðbyggingar, er möguleiki að það geti farið undir aukið húsnæði tengt íþróttastarfi. Er þá verið að meina framlenging á íþróttasalnum sjálfum undir t.d fimleika, bardagaíþróttir, blak og íþróttaskólann svo dæmi séu tekin. Það háir fimleikadeildinni mikið að þurfa að færa til búnað þegar æfingar eru. Ef neðri hæðin væri nýtt sem fimleikasalur gæti deildin keypt tæki sem væru þar áföst og hentað þannig starfinu betur. Að auki gera fimleikatæki í dag ráð fyrir að þau séu ekki flutt fyrir og eftir hverja æfingu og salurinn svo einnig nýst í annað íþróttastarf. Þetta á einnig við um bardagaíþróttadeildina.
- Ef farið verður í viðbyggingu verður ekki örugglega samráð við Völsung um hvernig sé hægt að nýta þau rými sem skapast fyrir íþróttastarf sem fram fer í höllinni og þau rými hönnuð með íþróttastarf til hliðsjónar? Þá er átt við bæði æfinga aðstaða, aðstaða fyrir þjálfara, fundi og fyrir viðburði.
- Ef svarið við vangaveltunum að ofan er á þá leið að ekki sé hægt að nýta nýtt húsnæði sem íþróttaaðstöðu og aðstöðu fyrir deildir að þá er spurning hvort hafi verið kannaðir aðrir möguleikar, s.s að byggja við skólann þannig að íþróttahöllin geti áfram þjónað íþróttastarfi og ekki sé búið að rýra möguleika til famtíðar um að byggja íþróttatengdt við höllina. Í þessu samhengi væri tilvalið að staldra við og móta stefnu í sveitarfélaginu sem snýr að íþrótta- og æskulýðsmálum. Í þeirri stefnu þyrfti að koma inn á viðhald, uppbyggingu og ný framkvæmdir í íþrótta- og æskulýðsmálum, íþróttastarfi og sveitarfélginu til heilla
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna drög að svari og leggja fyrir ráðið að viku liðinni. Ráðið hyggst boða fulltrúa Völsungs á samráðsfund þegar nýjar teikningar liggja fyrir.

Fjölskylduráð - 143. fundur - 28.02.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar drög að svari frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa til Völsungs, vegna fyrirspurnar um fyrirhugaða viðbyggingu við íþróttahöllina á Húsavík.
Málið var áður til umfjöllunar á 142.fundi Fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara erindi Völsungs.