Fara í efni

Foreldrafélag Borgarhólsskóla óskar eftir úrbótum á sal Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202304003

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 149. fundur - 18.04.2023

Stjórn foreldrafélags Borgarhólsskóla óskar eftir úrbótum á hljóðvist og hitastigi í sal skólans.
Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og beinir því til ráðsins að vinna að leiðum til úrbóta fyrir næsta skólaár. Fjölskylduráð leggur jafnframt áherslu á það að huga þurfi að endurbótum á salnum í náinni framtíð.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 154. fundur - 25.04.2023

Á 149. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og beinir því til ráðsins að vinna að leiðum til úrbóta fyrir næsta skólaár. Fjölskylduráð leggur jafnframt áherslu á það að huga þurfi að endurbótum á salnum í náinni framtíð.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Kristinn Jóhann Lund véku af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samráði við stjórn foreldrafélags Borgarhólsskóla, kostnaðarmeta og leggja fyrir ráðið að nýju.