Fara í efni

Ósk um sameiginlegan starfsdag skólastofnana í Norðurþingi

Málsnúmer 202305055

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 152. fundur - 16.05.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ósk Þórgunnar R. Vigfúsdóttur fyrir hönd skólastjórnenda í Norðurþingi um sameiginlegan starfsdag allra skóla í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir ósk stjórnenda um sameiginlegan starfsdag starfsfólks skóla og frístundar Norðurþings þann 15. september n.k.
Ráðið beinir því til stjórnenda grunnskóla að frá og með skólaárinu 2024-2025 verði horft til þess að nýta starfsdaga skólanna fyrir þennan dag.