Fara í efni

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026

Málsnúmer 202305060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 430. fundur - 25.05.2023

Fyrir byggðarráði liggur endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 með ósk um að hún verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.
Byggðarráð vísar fyrirliggjandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði og til staðfestingar í sveitarstjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 159. fundur - 06.06.2023

Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 liggur til kynningar hjá ráðinu en byggðarráð hefur vísað áætluninni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 135. fundur - 15.06.2023

Á 430. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar fyrirliggjandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði og til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Soffía.

Samþykkt samhljóða.