Fara í efni

Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir B&B Rooms, Laugarbrekku 16

Málsnúmer 202306011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 159. fundur - 06.06.2023

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II-C að Laugarbrekku 16 á Húsavík.
Laugarbrekka 16 er einbýlishús í íbúðarhverfi skv. gildandi aðalskipulagi Norðurþings. Í samræmi við vinnureglur sem samþykktar voru í sveitarstjórn Norðurþings 21. mars 2017 vegna umsagna um rekstrarleyfi til sölu gistingar leggst ráðið gegn því að veitt verði rekstrarleyfi til sölu gistingar í húsinu.