Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar jarðstrengs á Kópaskerslínu 1

Málsnúmer 202306025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 160. fundur - 12.06.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk frá Landsneti hf. um heimild til lagningar á 132 kv jarðstreng á tveimur hlutum Kópaskerslínu 1.

Skipulagsstofnun samþykkti þann 17. apríl sl. óverulega breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem samþykkt var á 132. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 16. mars 2023. Fyrir liggur samþykki landeiganda. Í breytingunni felst að núverandi Kópaskerslína 1, um 2,5 km loftlína verður tekin niður og lögð í jörðu á öðrum stað í landi Brekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. samkvæmt breyttu Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem staðfest var af skipulagsstofnun þann 17. apríl sl. Ráðið vísar framkvæmdaleyfinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 135. fundur - 15.06.2023

Á 160. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 12. júní 2023, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. samkvæmt breyttu Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem staðfest var af skipulagsstofnun þann 17. apríl sl. Ráðið vísar framkvæmdaleyfinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Soffía

Samþykkt samhljóða.