Fara í efni

Óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202307009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 164. fundur - 15.08.2023

Rifós óskar eftir að samþykkt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri. Fyrir liggur tillaga að breytingunni. Breytingin felur í sér að byggingarreitur A1 er breikkaður um 4 m og verður þar með 44 m breiður.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að stækkun byggingarreits muni hafa óveruleg áhrif út fyrir lóð fiskeldisins og leggur því til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 136. fundur - 24.08.2023

Á 164. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að stækkun byggingarreits muni hafa óveruleg áhrif út fyrir lóð fiskeldisins og leggur því til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.